Frá Hornafirði til Grafarvogs

Fjölnismenn eru komnir með liðsstyrk.
Fjölnismenn eru komnir með liðsstyrk. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Kanadamanninn Robert Nortmann og mun hann leika með liðinu á næsta tímabili. 

Nortmann lék með Sindra á Hornafirði í 1. deild síðasta vetur og skoraði þá 16 stig og tók 8 fráköst að meðaltali. Er hann 203 sentimetrar og leikur sem kraftframherji. Hefur Nortmann leikið í heimalandinu sem og í Þýskalandi. 

Fjölnir leikur í 1. deildinni næsta vetur, en liðið var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og fallið þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is