Búast við að NBA fái grænt ljós

Anthony Davis og LeBron James eru stærstu stjörnur LA Lakers …
Anthony Davis og LeBron James eru stærstu stjörnur LA Lakers sem er í toppsæti Vesturdeildarinnar. AFP

Flestir eigendur, forráðamenn og leikmenn liða í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum eiga von á að deildin fái grænt ljós til að klára yfirstandandi tímabil. Standa vonir til að hægt verði að byrja að leika í deildinni um miðjan júlí. 

ESPN greinir frá því að forráðamenn deildarinnar vilji klára leikina á tveimur stöðum; annars vegar Disneylandi í Orlando og hins vegar í Las Vegas. Disney á ESPN, sem sýnir leiki í deildinni, og er samstarfið á milli Disney og NBA því náið. 

Byrji deildin í júlí fá liðin nægan tíma til að undirbúa sig, þar sem fleiri æfingasvæði félaga hafa opnast síðustu daga. Verður væntanlega aðeins leikin úrslitakeppni og staðan eins og hún var þegar tímabilinu var frestað í mars látin standa. 

mbl.is