Ekki boðlegt að leggja niður kvennalið þegar hentar

Nikolas Tomsick, Sinisa Bilic og Urald King í leik Stjörnunnar …
Nikolas Tomsick, Sinisa Bilic og Urald King í leik Stjörnunnar og Tindastóls í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ekki boðlegt að félög geti lagt niður kvennalið sín þegar þeim hentar,“ segir Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, en lokaritgerð Gríms í MBA-námi hans við Háskóla Íslands fjallaði um afnám „4+1 reglunnar“ í körfuboltanum hér á landi og áhrif hennar á íþróttina.

Í nóvember 2017 sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að „4+1 reglan“, sem sneri að fjölda útlendinga í liðum hér á landi, bryti gegn EES-samningnum og að evrópskir leikmenn ættu að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir leikmenn.

KKÍ, Körfuknattleikssamband Íslands, ákvað því að afnema regluna fyrir tímabilið 2018—'19 og hefur það meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að bæði hefur íslenskum
iðkendum fækkað og þá fá Íslendingar færri mínútur inni á vellinum en fyrir afnám reglunnar.

Sankaði að sér gögnum

„Þegar ég fór að leiða hugann að lokaverkefninu fór ég aðeins að taka saman heildarmínútur íslenskra leikmanna eftir að reglunum um erlenda leikmenn í deildinni var breytt,“ sagði Grímur í samtali við Morgunblaðið.

„Ég ákvað að skoða nokkra þætti innan liðanna, spilaðar mínútur, hvernig hóparnir voru samsettir, fjárhag liðanna og svo auðvitað kvennakörfuna og hvort þessar reglubreytingar hefðu meiri áhrif á konurnar en karlana. Ég sökkti mér svo bara í þetta og allur veturinn fór
í að sanka að mér gögnum og skoða hlutina í samhengi við fyrri tíð og tíma.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is