Hamarsmenn semja við Bandaríkjamann

Hamarsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir næsta vetur.
Hamarsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir næsta vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hamar frá Hveragerði hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Anthony Lee og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. 

Lee er 24 ára bakvörður sem mun leika sem atvinnumaður í fyrsta skipti. Kemur hann úr Kutztown-háskólanum þar sem hann skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. 

Mikil ánægja er með samninginn og væntumst við mikils af Anthony sem kemur til landsins í lok sumars,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér. 

Hamar endaði í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og átti góða möguleika á að fara upp um deild er tímabilinu var aflýst. Fór Höttur að lokum upp og voru Hamarsmenn allt annað en sáttir að þurfa að sitja eftir með sárt ennið. 

mbl.is