Njarðvíkingar skildu mína ákvörðun

Kristinn Pálsson í baráttunni við Garðbæinginn Hlynur Bæringsson á síðustu …
Kristinn Pálsson í baráttunni við Garðbæinginn Hlynur Bæringsson á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Kristinn Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði síðastliðinn laugardag undir tveggja ára samning við Grindavík. Kristinn er uppalinn Njarðvíkingur og mun hann í fyrsta skipta leika fyrir annað félag hér á landi næsta vetur. Kristinn, sem er 22 ára, hefur einnig leikið með Stella Azura á Ítalíu og í Marist-háskólanum í Bandaríkjunum.

„Mér fannst þetta vera rétti tíminn til að prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir. Ég vil sýna hvað í mér býr hjá öðru félagi. Þótt maður sé kominn í Grindavík verður maður alltaf Njarðvíkingur,“ sagði Kristinn við Morgunblaðið er hann var í skólaferð með Njarðvíkurskóla þar sem hann starfar ásamt því að spila körfubolta. Bakvörðurinn viðurkennir að það sé erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið.

Erfitt en rétti tíminn

„Þetta hefur tekið ágætlega langan tíma. Það er erfitt að kveðja uppeldisfélagið og fara í annað lið á Íslandi en stundum þarf maður að gera það sem er rétt fyrir sig og mér fannst þetta rétti tíminn til að taka þessa ákvörðun. Ég þurfti tíma til að hugsa mig um og þetta var erfið ákvörðun,“ sagði Kristinn, en hvers vegna Grindavík?

„Það er erfitt að segja. Ég og Ólafur Ólafsson erum góðir vinir og erum mikið saman í kringum landsliðið. Hann hjálpaði mér rosalega við að taka þessa ákvörðun. Það er ekki mikill munur á þessum liðum en vonandi getur innkoma mín hjálpað Grindavík að berjast um titla,“ sagði Kristinn.

Fleiri félög höfðu áhuga á leikmanninum, sem hefur spilað 15 landsleiki, en hann er sáttur við lokaákvörðunina. „Það voru einhver félög, en ég ákvað að velja Grindavík og er ánægður með þá ákvörðun.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »