Airbus á fljúgandi siglingu

Airbus A321.
Airbus A321. AFP

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus ætlar að setja aukinn kraft í framleiðslu á A321-farþegaþotum og setja upp aðra framleiðslulínu í Frakklandi til viðbótar við þá sem er starfandi í verksmiðju Airbus í Þýskalandi.

Frá og með árinu 2022 verða þoturnar framleiddar í höfuðstöðvum Airbus í Toulouse í Frakklandi sem og í Hamborg í Þýskalandi. Aldrei áður hefur verið jafn mikil eftirspurn og nú eftir þessari þotu en A321-þotan er langdræg og eyðir minna eldsneyti en margar svipaðar þotur.

Framleiðslan í Toulouse verður í húsnæði sem áður var nýtt til framleiðslu á A380, sem er stærsta farþegaþota heims en hætt var að framleiða í fyrra vegna þess mikla kostnaðar sem fylgdi framleiðslunni.

Stefnt er að því að auka framleiðslu á A320-seríunni í 63 á mánuði fyrir 2021 til þess að geta staðið við pantanir á yfir sex þúsund þotum sem lágu fyrir í desember. 

Í fyrra afhenti Airbus 863 farþegaþotur og þar af voru 642 af A320-gerð. Á sama tímabili afhenti Boeing 380 farþegaþotur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK