Base hótel Skúla hættir rekstri

Base hótel á Ásbrú er hætt rekstri.
Base hótel á Ásbrú er hætt rekstri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Base hótel á Ásbrú í Reykjanesbæ er hætt rekstri eftir því sem fram kemur á vefsíðu hótelsins. Þar eru viðskiptavinir beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Hótelið er í eigu félags á vegum Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var öllu starfsfólki hótelsins sagt upp í morgun.

Í tilkynningu á vef Base hótel eru viðskiptavinir beðnir um að hafa samband við bókunarþjónustuna sem þeir notuðust við eða við kreditkortafyrirtæki sitt. Þá er viðskiptavinum bent á önnur hótel í grenndinni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK