Vilja erlenda sérfræðinga í stjórn Icelandair

mbl.is/Eggert

Valnefnd Icelandair leggur til að tveir nýir komi inn í stjórn Icelandair Group á næsta aðalfundi í stað Heiðrúnar Jónsdóttur og Ómars Benediktssonar. 

Leggur valnefndin til að John F. Thomas, sem er sérfræðingur í flugrekstri hjá McKinsey & Co, og Nina Jonsson, sem er einnig sérfræðingur í flugrekstri hjá Plane View Partners, komi ný inn í stjórnina en Jonsson er afar reynslumikil á sviði flugrekstrar og hefur starfað fyrir stór alþjóðleg flugfélög.

Valnefndin leggur til að Guðmundur Hafsteinsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson verði áfram í stjórn Icelandair en aðalfundur félagsins verður haldinn 6. mars.

Sjá nánari skýringar á vali nefndarinnar

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK