Icelandair lækkað mest það sem af er degi

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 3,3% í tæplega 100 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Dagurinn er enn sem komið er rauður dagur, en bréf allra fyrirtækja sem viðskipti hafa verið með hafa lækkað. Er lækkunin mest hjá Icelandair.

Þar á eftir kemur Festi, en bréf félagsins hafa lækkað um 1,7% í 107 milljóna króna viðskiptum. Þá hafa bréf Kviku lækkað um 1,6% og í Eik fasteignafélagi um 1,5%.

Talsverðar fréttir hafa verið af Icelandair síðustu daga, en í lok síðustu viku var ársuppgjör ársins 2019 birt. Þrátt fyrir talsverðan taprekstur, sem rekja má til kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna, var rekstrarbati á öðrum stöðum og samkvæmt áætlun ætlar félagið að skila hagnaði á þessu ári. Hækkuðu bréf félagsins í kjölfarið, en síðdegis á föstudag var greint frá því að lendingarbúnaður einnar þotu félagsins hefði gefið sig eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK