Nissan krefur Ghosn um 11 milljarða í skaðabætur

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóra bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, er enn í Líbanon …
Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóra bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, er enn í Líbanon þaðan sem hann flúði stofufangelsi frá Tókýó í lok síðasta árs. AFP

Japanski bifreiðaframleiðandinn Nissan hefur höfðað mál á hendur fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, Carles Ghosn, og krefur hann um 90 milljónir dollara í skaðabætur, eða sem nemur rúmum 11,4 milljörðum króna. 

Ghosn er sakaður um skattsvik, að hafa ekki gefið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um laun sín og fyr­ir að hafa notað eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins til per­sónu­legra nota utan vinnu­tíma. Hann var upp­haf­lega hand­tek­inn í Tókýó 19. nóv­em­ber 2018 og ákærður fyr­ir fjár­mála­m­is­ferli. Þann 6. mars í fyrra var hon­um sleppt gegn trygg­ingu en hand­tek­inn aft­ur í byrj­un apríl vegna nýrra saka. Hann var fljót­lega eft­ir það lát­inn laus gegn trygg­ingu og sat í stofufang­elsi frá þeim tíma, allt þar til hann flúði með dularfullum hætti frá Tókýó til Beirút í Líbanon í lok síðasta árs.  

Stjórnendur Nissan segjast vilja fá til baka hluta þess fjármagns sem fyrirtækinu varð af vegna gjörða Ghosn. 

Ghosn segir Nissan halda áfram í herferð sinni gegn honum. Fyrirtækið hyggst einnig lögsækja Ghosn vegna „ástæðulausra og ærumeiðandi“ ummæla sem hann lét falla á blaðamannafundi í Beirút eftir að hann flúði þaðan frá Tókýó.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK