Kauptilboð í Cintamani samþykkt

Verslanir Cintamani munu líklega opna aftur.
Verslanir Cintamani munu líklega opna aftur. mbl.is/Pétur Hreinsson

Íslandsbanki hefur samþykkt kauptilboð í Cintamani. Að sögn Margrétar Ásu Eðvarðsdóttur, sem hefur umsjón með sölunni hjá bankanum, er gert ráð fyrir því að rekstur verslunarinnar haldi áfram.

Í morgun var greint frá því að viðræður við áhugasama kaupendur væru komnar langt á veg og núna hefur Margrét Ása staðfest að kauptilboð hafi verið samþykkt.

Hún getur ekki greint frá því hver kaupandinn er en vonast til að gengið verður endanlega frá kaupunum í næstu viku.  

Innifalið í kaupunum er m.a. allur lager Cintamani, lénið og vörumerkið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK