Skoðar kaup á Domino's á Íslandi

Birgir Bieltvedt hefur verið atkvæðamikill á íslenskum veitingamarkaði síðustu áratugi.
Birgir Bieltvedt hefur verið atkvæðamikill á íslenskum veitingamarkaði síðustu áratugi. mbl.is/Árni Sæberg

Birgir Þór Bieltvedt fjárfestir skoðar nú möguleikann á því að kaupa að nýju Domino's á Íslandi. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Birgir seldi fyrirtækið til Domino´s Pizza Group í Bretlandi í tveimur hlutum árin 2016 og 2017. Það félag hefur nú selt Birgi, ásamt fleiri fjárfestum, meirihlutaeign sína í Domino's í Noregi en fyrir viðskiptin átti kaupendahópurinn 29% hlut í félaginu í Noregi.

Domino's er langvinsælasta og stærsta pizzakeðja landsins.
Domino's er langvinsælasta og stærsta pizzakeðja landsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vilja selja starfsemina utan Bretlands

Domino's Pizza Group í Bretlandi hefur lýst því yfir í tengslum við fyrrnefnda sölu í Noregi að félagið stefni að sölu starfsemi sinnar utan Bretlands, þ.e. á Íslandi, í Svíþjóð og Sviss.Verði af kaupunum verður þetta í þriðja sinn sem Birgir á aðkomu að Domino´s á Íslandi. Hann kom að stofnun fyrirtækisins á sínum tíma, seldi það árið 2005 og kom að því aftur árið 2011 í kjölfar þess að Landsbankinn tók starfsemina yfir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK