Icelandair lækkar áfram í kauphöllinni

Gengi Icelandair lækkar áfram.
Gengi Icelandair lækkar áfram. Haraldur Jónasson/Hari

Gengi hlutabréfa Icelandair heldur áfram að lækka í Kauphöll Íslands við opnun markaða í dag. Það sem af er degi hefur gengi hlutabréfa flugfélagsins lækkað um ríflega 7,6% og stendur nú í 6,37 kr. Alls hlaupa viðskipti með bréf fyrirtækisins 148 milljónum króna. 

Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengi bréfa Icelandair lækkar, en fyrirtækið tók skarpar dýfur í gær og fyrradag. Talið er að rekja megi lækkunina til útbreiðslu kórónuveirunnar, en hlutabréfavísitölur um heim allan hafa fallið umtalsvert í verði síðustu daga. 

Það sem af er ári hefur gengi hlutabréfa Icelandair lækkað um 8,61%, en gengi bréfanna stóð fyrir helgi í 8,47 kr. Síðustu þrjá daga hefur gengið því lækkað um tæplega 25%. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK