Hlutabréf Norwegian hríðfalla

Hlutabréf Norwegian hafa hríðfallið í dag og nemur lækkunin síðustu …
Hlutabréf Norwegian hafa hríðfallið í dag og nemur lækkunin síðustu vikuna rúmlega 50%.

Hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í viðskiptum í norsku kauphöllinni í dag. Hafa bréf félagsins lækkað um 23,75% þegar þetta er skrifað og standa nú í 17,36 norskum krónum á hlut.

Til samanburðar var gengi félagsins um 36 norskar krónur á hlut síðasta föstudag og hefur virði félagsins því helmingast á innan við einni viku.

Líkt og með mörg önnur flugfélög hafa bréf félagsins lækkað hratt vegna frétta um kórónuveiruna og sérstaklega eftir að smitum fór að fjölga í Evrópu. Mbl.is greindi meðal annars frá því að hlutabréf í Icelandair hefðu lækkað um fjórðung á einni viku og markaðsvirði félagsins lækkað um 12 milljarða á því tímabili.

mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK