Samhentir kaupa Kassagerðina

Jóhann Oddgeirsson framkvæmdastjóri og Bjarni Hrafnsson, rekstrarstjóri Samhentra.
Jóhann Oddgeirsson framkvæmdastjóri og Bjarni Hrafnsson, rekstrarstjóri Samhentra. mbl.is/Styrmir Kári

Samhentir-Kassagerð hf. hefur komist að samkomulagi við Kassagerð Reykjavíkur ehf. um kaup á lager og viðskiptasamböndum félagsins. Sameinaður rekstur verður rekinn undir merkjum Samhentra.

Í tilkynningu vegna kaupanna segir að erfitt rekstrarumhverfi og markaðsaðstæður geri það að verkum að óhjákvæmilegt hafi verið fyrir félögin að fara þessa leið til að tryggja áframhaldandi starfsemi. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þar til niðurstaða Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir verða félögin rekin með óbreyttu sniði og ekki eiga að verða hnökrar á þjónustu við viðskiptavini.

Samkvæmt heimasíðu Samhentra vinna þar 42 starfsmenn, en samkvæmt heimasíðu Kassagerðarinnar vinna þar 25 starfsmenn.

Kassagerðin er elsta umbúðafyrirtæki á Íslandi og var stofnað árið 1932. Árið 2008 var það ásamt Gutenberg sameinað undir nafninu Oddi, en í fyrra var nafninu aftur breytt í Kassagerð Reykjavíkur eftir sölu á hluta starfseminnar til Prentmets.

Samhentir-Kassagerð var hins vegar stofnað árið 1996. Er það þjónustufyrirtæki sem býður alhliða lausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum. Félagið selur umbúðir og veitir ráðgjöf um lausnir, efnisval, hönnun og tækjakost.

Í tilkynningunni er haft eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Kassagerðarinnar, að hann vonist til að með þessum kaupum náist fram hagkvæmni til að takast á við þær áskoranir sem flest fyrirtæki hér á landi eigi við.

Fjármálaráðgjöf Deloitte hafði umsjón með ferlinu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK