Kaupa fyrir 845 milljónir í VÍS

Lífeyrissjóðurinn Gildi hefur keypt rúmlega 5% hlut í tryggingafélaginu VÍS og á eftir kaupin 7,9% í félaginu. Með viðskiptunum verður félagið annar stærsti hluthafinn, miðað við hluthafalista frá 17. mars, en aðeins Frjálsi lífeyrissjóðurinn er með stærri hlut, eða 8,86%.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna kaupanna kemur fram að Gildi hafi fyrir viðskiptin átt 54,3 milljón hluti í félaginu, en eftir viðskiptin á lífeyrissjóðurinn 154,3 milljónir. Samtals nema kaupin því 100 milljónum hluta, en miðað við gengi bréfanna, sem nú er 8,45 krónur á hlut, nema viðskiptin samtals um 845 milljónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK