Vaxtalækkun örvi hagkerfið

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Hari

„Við erum að ganga í gegnum óvenjulegt tímabil og lækkun vaxta er ein af mörgum leiðum til að koma til móts við þá sem glíma við tímabundna greiðsluerfiðleika vegna skyndilegs tekjutaps,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Bankinn greindi frá vaxtalækkun síðdegis í dag.

„Landsbankinn er með margvísleg úrræði fyrir viðskiptavini sína en ég hvet fólk sem fyrirtæki jafnframt til að nýta sér sjálfsafgreiðslu, netspjall, síma og tölvupóst frekar en að koma í eigin persónu í bankann. Við gerum okkar besta til að greiða úr þeim málum sem okkur berast.

Það má einnig benda á að þeir sem eru að íhuga að endurfjármagna húsnæðislán ættu að nýta sér rafrænar leiðir til þess og hafa samband í síma eða netspjall ef á þarf að halda. Við bjóðum einnig upp á að panta tíma í ráðgjöf og förum eftir viðmiðum Landlæknis um samskipti,“ segir Lilja Björk um þjónustuna við þessar aðstæður.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK