Allir starfsmenn Kauphallarinnar vinna að heiman

Magnús Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands, Nasdaq OMX Iceland.
Magnús Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands, Nasdaq OMX Iceland. Eggert Jóhannesson

Í fyrrakvöld tóku stjórnendur Kauphallar Íslands ákvörðun um að allir starfsmenn fyrirtækisins myndu á komandi dögum sinna störfum sínum heima við. Þetta staðfestir Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að starfsmaður fyrirtækisins veiktist af kórónuveirunni.

„Við tókum þessa ákvörðun til þess að tryggja heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir frekari smit. Það er reyndar mikill minnihluti starfsfólks í sóttkví en við töldum þetta rétta ákvörðun á þessum tímapunkti,“ segir Magnús.

Hann segir að þessi ákvörðun hafi engin áhrif á starfsemi Kauphallarinnar. Þannig hafi fyrirtækið fyrir löngu sett upp áætlanir um hvernig brugðist yrði við ef draga þyrfti úr starfseminni á skrifstofum þess.

„Við höfðum gert ítarlegar prófanir á þessu vinnulagi og þetta gengur mjög vel. Við höfum reyndar um nokkurt skeið dregið talsvert úr viðveru fólks á skrifstofu Kauphallarinnar þannig að við vitum vel hvað við erum að fara út í.“

Starfsemi Kauphallarinnar á ekki að raskast þrátt fyrir að skrifstofum …
Starfsemi Kauphallarinnar á ekki að raskast þrátt fyrir að skrifstofum hennar hafi verið lokað tímabundið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK