Fara með spil til fólks í sóttkví

Mörgum finnst góð hugmynd að grípa í spil í samkomubanni.
Mörgum finnst góð hugmynd að grípa í spil í samkomubanni. Ljósmynd/Aðsend

Verslanirnar A4, Penninn Eymundsson og Spilavinir hafa þjónustað fólk í sóttkví og skilið spil, bækur, púsl og fleira eftir fyrir utan hjá fólki í þeirri stöðu. 

Fyrirtækin merkja aukna sölu á afþreyingu sem hægt er að sinna að heiman en aðra sögu er að segja af Partýbúðinni, þar hefur sala dregist saman og er mun minna að gera en venjulega á þessum tíma árs, þegar fermingar færast venjulega nær. 

„Við merkjum aukna sölu á heimaafþreyingu, bókum, púslum og þess háttar,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs hjá Pennanum-Eymundsson.

„Við finnum aðeins aukningu í sölu á bæði á vefnum okkar og svo erum við að keyra heim til fólks frítt núna þannig að við erum að bruna þessu svona seinni partinn heim til fólks og skilja eftir á útidyratröppunum en við gætum fyllsta öryggis, bílstjórinn er vel sprittaður.“

Spila í staðinn fyrir að djamma

Spilavinir leggja áherslu á góða samveru fjölskyldna, að sögn Svanhildar Evu Stefánsdóttur, annars eigenda fyrirtækisins, og því komi ekki á óvart að fjölskyldur sæki í spil núna þegar mælst er til þess að fólk sé meira heima við en vant er.

Ungt fólk hefur þó einnig sótt í spil hjá fyrirtækinu undanfarið. 

„Það fer náttúrlega ekki á skemmtistaðina og hittist þá frekar heima og vill gera eitthvað skemmtilegt.“

Minna um partí

Svanhildur segir að Spilavinir hafi nú sinnt netpöntunum af meiri ákafa en áður og þau hafi meðal annars fengið fyrirspurnir frá fólki í sóttkví sem þau hafa þjónustað með því að afhenda spilin „snertilaust“ í gegnum vefsíðuna. 

Teiti virðast hafa dregist eitthvað saman ef horft er til viðskipta í Partýbúðinni. Samkvæmt upplýsingum frá búðinni hefur verið mun minna að gera en vant er frá því að samkomubannið tók gildi síðastliðinn mánudag. Á þessum árstíma er venjulega mikill erill í búðinni vegna ferminga en þeim hefur mörgum verið frestað fram á haustið. 

Í fyrri útgáfu fréttarinnar láðist að nefna aðkomu A4 að þessari nýju þjónustu. Beðist er velvirðingar á því og fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK