Leggja til tímabundna niðurfellingu fasteignaskatts

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ljósmynd/Aðsend

Félag atvinnurekenda hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg erindi, þar sem hvatt er til að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði falli niður í þrjá mánuði og lækki að því loknu til frambúðar. Í tilkynningu er vísað til aðstæðna í efnahagslífinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og sagt að aðgerðirnar myndu stuðla að því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja og launagreiðslur þeirra til starfsmanna.

„Ljóst er að höggið vegna heimsfaraldursins verður þungt fyrir mörg fyrirtæki og ekki eingöngu í ferðaþjónustu og veitingageiranum þótt þau fái höggið fyrst. Eftirspurn hefur dregist hratt saman í samfélaginu og flest fyrirtæki sjá fram á mikla erfiðleika,“ segir í erindinu.

Er jafnframt vísað til fyrri áskorana FA til sveitarfélaga um lækkun á álagningarprósentu fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, en með hækkun á fasteignamati undanfarin ár hafa skattgreiðslurnar hækkað samhliða.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK