Miklar hækkanir á alþjóðlegum mörkuðum

AFP

Miklar hækkanir einkenna alþjóðlega fjármálamarkaði þennan morguninn, sérstaklega í Evrópu. Eins hefur verð á hráolíu rokið upp í viðskiptum dagsins.

Í London hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 3,60%, AEX í Amsterdam hefur hækkað um 5,82%, CAC í París um 6,22%, DAX í Þýskalandi um 5,95% og IBEX í Madríd hefur hækkað um 4,84%.

Af norrænum mörkuðum hefur íslenska hlutabréfavísitalan hækkað mest eða um 3,44%. Helsinki fylgir fast á eftir með 3,29% hækkun, Kaupmannahöfn 2,72%, Stokkhólmur 1,96% og OMX 40 hefur hækkað um 2,78%. Í Ósló nemur hækkunin 2,33%.

Verð á Brent-Norðursjávarolíu hefur hækkað um 7,38% og er tunnan nú seld á 30,57 Bandaríkjadali. WTI-hráolían hefur hækkað um 8,80% og er tunnan nú á 28,19 Bandaríkjadali.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK