„Sveitarfélögin ætla að styðja við atvinnulífið“

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Sigurður Bogi

Með tillögum og hugmyndum um aðgerðir fyrir sveitarfélög sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér fyrr í dag eru sveitarfélögin að lofa því að þau ætli að auka framkvæmdir og verkefni af ýmsum toga til að halda atvinnustigi í landinu og til að passa upp á lífsviðurværi íbúa. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, í samtali við mbl.is.

Sambandið sendi frá sér tillögur í 26 liðum í morgun, en meðal annars er lagt til að fresta að minnsta kosti tveim­ur gjald­dög­um fast­eigna­gjalda, líkt og ríkið hef­ur frestað gjald­daga staðgreiðslu og trygg­inga­gjalds. Þá er lagt til að horft verði til verðlags­breyt­inga en ekki hækk­un­ar fast­eigna­mats við ákvörðun um álagn­ing­ar­hlut­falls fast­eigna­skatts á næsta ári. Einnig er lagt til að kannað verði að lækka gjald­skrár tíma­bundið eða gjöld felld niður. 

Kallar á tímabundið afnám skuldaþaks

Spurð út í burði sveitarfélaga til að takast á við aukin útgjöld og mögulegan tímabundinn tekjumissi segir Aldís að hluti aðgerðanna snúi að lagabreytingum sem Alþingi þurfi að ráðast í til að tryggja að sveitarfélögin geti brugðist við ástandinu án þess að lenda í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, líkt og kom upp hjá nokkrum sveitarfélögum eftir fjármálahrunið.

Nefnir hún að þannig þurfi að hækka skuldaþak sveitarfélaga eða að afnema það tímabundið. Þá þurfi jafnframt að kippa út jafnvægisreglunni um að sveitarfélög þurfi að meðaltali að skila hagnaði á hverju þriggja ára tímabili. „Þessar tvær reglur þarf að afnema um tíma svo sveitarfélögin geti brugðist við.“

 „Ef það kallar á aukna skuldsetningu þá verður það bara að vera þannig

Aldís segir rétt að sveitarfélögin séu mjög misvel í stakk búin til að takast á við þetta áfall, en þetta séu aðstæður sem ekki hafi verið hægt að sjá fyrir. Hún segir þó að vilji sveitarstjórnarfólks vítt og breitt um landið sé augljós og að einhugur hafi til dæmis verið í allri stjórn sambandsins með tillögurnar sem samþykktar voru. „Sveitarfélögin ætla að styðja við atvinnulífið,“ segir hún. „Ef það kallar á aukna skuldsetningu þá verður það bara að vera þannig, en við erum líka þekkt fyrir að rísa hratt upp aftur þegar svona áföll dynja yfir,“ bætir hún við.

Tillögurnar eru eins og nafnið gefur til kynna tillögur en ekki skipun og segir Aldís að nú sé sveitarfélaga að útfæra þetta eftir því sem við á hjá hverjum og einum. Spurð út í hvaða aðgerðir búast megi við að sjá fyrst segir Aldís að líklegast muni flest sveitarfélögin fyrst fresta innheimtu fasteignagjalda fyrir atvinnulífið. Þá telji hún líklegt að flestir muni hætta að einhverju leyti innheimtu þjónustugjalda, sé þjónustan ekki nýtt, svo sem í tengslum við leikskólagjöld og mötuneytiskostnað. Þannig segir hún að í Hveragerðisbæ, þar sem hún er bæjarstjóri, hafi verið ákveðið að fella niður leikskóla- og mötuneytisgjöld fyrir börn sem ekki komi í leikskólann á þessum tímum, hverjar sem ástæðurnar séu.

 „Það er fjöldinn allur af snertiflötum sem sveitarfélögin eiga við íbúa og atvinnulíf,“ segir hún, en sveitarstjórnir víða um land hafa beðið eftir einhverri línu til að fylgja í þessum efnum og Aldís segir að hún vonist til þess að sveitarfélögin taki þessum tillögum og verði vel samstiga í að mynda efnahagslega viðspyrnu.

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK