Vextir lækka umtalsvert í Noregi

Seðlabanki Noregs/Norgens Bank
Seðlabanki Noregs/Norgens Bank

Seðlabanki Noregs lækkaði stýrivexti í morgun um 0,75 prósentur sem þýðir að meginvextir bankans fara niður í 0,25%. Þetta er önnur vaxtalækkun bankans á viku en þá voru stýrivextirnir lækkaðir um 0,5 prósentur. Þetta er liður í aðgerðum bankans við að stemma stigu við afleiðingum kórónuveirunnar á olíuframleiðslu landsins sem og annan rekstur í Noregi. 

Segir í tilkynningu frá peningastefnunefnd bankans að Seðlabanki Noregs muni áfram tryggja og fara í aðgerðir sem tryggi að stefnubreytingin skili sér inn á peningamarkaðsvexti. Ekki er útilokað að vextir verði lækkaðir enn frekar.

Tilkynningin í heild

mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK