Enn einn rauður dagur í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega 6% í viðskiptum í dag.
Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega 6% í viðskiptum í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tölur í Kauphöllinni voru allar eldrauðar í dag, en slíkt hefur verið algeng sjón undanfarna daga og vikur vegna mikilla hræringa á mörkuðum í kjölfarið á útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa hennar á hagkerfi heimsins.

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 5,92% í viðskiptum í dag, en það var Icelandair sem leiddi lækkun dagsins. Bréf félagsins lækkuðu um 22,03% í 140 milljóna króna viðskiptum og standa nú í 3,08 krónum á hlut. Fyrr í dag tilkynnti félagið að 240 starfsmönnum yrði sagt upp og flestir aðrir hjá fyrirtækinu þyrftu að taka á sig launalækkun eða fara í hlutastarf.

Marel lækkaði um 6,48% í 300 milljóna viðskiptum og Festi lækkaði um 6,09% í 51 milljónar króna viðskiptum. Sex önnur félög lækkuðu um 5-6% og öll önnur félög lækkuðu svo undir 4%, ef frá er talið Iceland seafood, en bréf þess stóðu í stað í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK