Tækifæri til að lækka greiðslubyrði lána

Með lækkun vaxta undanfarið hefur myndast tækifæri fyrir marga að …
Með lækkun vaxta undanfarið hefur myndast tækifæri fyrir marga að lækka vaxtakostnað íbúðalána. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Með ítrekuðum lækkunum á stýrivöxtum undanfarið hafa bankar og fjármálastofnanir lækkað vaxtakjör sín, meðal annars á íbúðalánum. Við slíkar aðstæður getur verið tækifæri fyrir einstaklinga til að endurfjármagna lán sín og lækka vaxtakostnað.

Fjártæknisíðan aurbjorg.is setti nýlega í loftið nýjan lánareikni fyrir endurfjármögnun lána sem er opinn öllum. Er þar hægt að bera saman öll húsnæðislán sem í boði eru á markaðinum í dag við núverandi lánakjör. Niðurstöðurnar birtast í útreikningi sem sýnir meðal annars mögulegan ávinningi endurfjármögnunar, í krónum talið, miðað við þær upplýsingar sem notandi slær inn.

„Í ljósi þess að vextir eru í sögulegu lágmarki er nú einstakt tækifæri til endurfjármögnunar á húsnæðislánum einstaklinga sem hafa tekið lán á kjörum sem eru lakari en þau sem bjóðast í dag. Lánareiknir Aurbjargar nýtist þeim sem vilja lækka vaxtakostnað óháð því hvort þeir vilja greiða lán hraðar upp, lækka greiðslubyrði eða hvorutveggja,” er haft eftir Auði Björk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Aurbjargar í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK