Tímabundinn frestur greiðslna af lánum vegna veirunnar

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samstarf lánveitenda á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssambands lífeyrissjóða, sem miðar að því koma til framkvæmda tímabundinni frestun á innheimtu lána fyrirtækja. Eru þessar aðgerðir liður í viðbrögðum við kórónuveirunni.

Greint er frá ákvörðuninni á vef Samkeppniseftirlitsins. 

Ákvörðunin felur í sér undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta.

„Samstarfið er bundið skilyrðum sem ætlað er að tryggja enn frekar hagsmuni fyrirtækja sem nú standa frammi fyrir óvæntum rekstrarerfiðleikum af völdum COVID-19,“ kemur meðal annars þar fram.

Skilyrði eigi að tryggja að samstarf lánveitenda komi ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti veitt viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði en samkomulagið kveði á um.

Enn fremur stuðli skilyrði að því að lánveitendur geti aðlagað afgreiðslu frestana að fenginni reynslu og að öðru leyti komið til móts við þarfir lífvænlegra fyrirtækja.

Nánar um málið hér.

mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK