Pósturinn dreifir mat- og dagvöru í sveitir landsins

Pósturinn bregst við ástandinu og eykur heimsendingarþjónustu.
Pósturinn bregst við ástandinu og eykur heimsendingarþjónustu. Ljósmynd/Aðsend

Pósturinn býður nú upp á dreifingu matvæla og annarrar dagvöru í sveitir landsins. Með þessu ætlar fyrirtækið að svara mikilli eftirspurn sem verið hefur eftir heimsendingu frá viðskiptavinum sem búa í sveitum en eftirspurn hefur vaxið mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Þar segir jafnframt að Pósturinn hafi sinnt matvæladreifingu á nokkrum svæðum og nú sé samvinna hafin við Hlíðarkaup á Sauðárkróki. Pósturinn hafi hins vegar hug á að hefja samskonar dreifingu víðar á landinu til þjónusta sveitir sem best.

Heimsendingarþjónusta á matvöru, líkt og öðrum vörum, verði stór hluti af dreifikerfi framtíðarinnar og Pósturinn leggi mikla áherslu á að vera til staðar fyrir alla landsmenn og veita dreifiþjónustu um allt land.

Pósturinn hefur verið að sinna matvæladreifingu á nokkrum svæðum og hefur nú hafið samvinnu við Hlíðarkaup á Sauðárkróki en Pósturinn hefur hug á að sinna samskonar dreifingu víðar á landinu til að þjónusta sveitir sem allra best.

Elvar Bjarki Helgason, forstöðumaður söludeildar Póstsins, segir aldrei meiri dreifingu hafa verið á almennum dagvörum í sveitir og segja megi verið sé að bregðast við því ástandi sem hafi skapast.

„Það er okkur almennt mjög mikilvægt að veita frábæra þjónustu í sveitum en nú sem aldrei fyrr sjáum við mikla þörf á að hlúa enn betur að viðskiptavinum okkar í sveitum landsins. Staðan er einfaldlega þannig í dag að við erum að upplifa einstaka tíma í þjóðfélaginu. Við lítum svo á að það sé ekki nóg að horfa einungis á þéttbýlissvæði landsins, við þurfum að horfa til allra og sinna alhliða dreifingarþjónustu.“

Hann segir ljóst að sú staða geti komið upp að fólk verði fast heimavið í sveitum líkt og þéttbýli og þá sé mikilvægt að dagvara skili sér heim að dyrum.

„Við ætlum okkur svo sannarlega að vera sterkur hlekkur í öflugu kerfi sem tekst á við breytta tíma að samheldni, festu og krafti og fögnum tækifærinu til að sinna samstöðu í verki. Að því sögðu þá horfum við á þessa þjónustu til langs tíma, þó hún nýtist vissulega vel í dag eru munu heimsendingar á matvælum vaxa og verða enn mikilvægari þjónustuþáttur hjá okkur til framtíðar, bæði í þéttbýli og sveitum landsins.“

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK