Stjórnarmaður selur bréf í Origo

Origo.
Origo. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ívar Kristjánsson, stjórnarmaður í Origo, hefur selt stóran hluta af hlutabréfum sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Félagið Round fram investments seldi 1.335.000 bréf í Origo fyrir samtals 31,9 milljónir, en félagið er 50% í eigu AB550 ehf., sem er 100% í eigu Ívars.

Eftir viðskiptin eiga fjárhagslega tengdir aðilar Ívars 1,6 milljón hluti í Origo, en sjálfur heldur hann ekki beint á neinum hlut.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að salan á bréfunum í dag hafi farið fram á 23,9 krónum á hlut.

Ívar var áður stjórnarformaður félagsins, en eftir aðalfund í þessum mánuði skipti stjórn með sér verkum og var Hjalti Þórarinsson kjörinn stjórnarformaður. Ívar er eftir sem áður í stjórn félagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK