H&M lokar þremur fjórðu verslana

3.778 H&M-verslunum víða um heim hefur verið lokað, en alls …
3.778 H&M-verslunum víða um heim hefur verið lokað, en alls eru 5.065 H&M-verslanir starfræktar í 54 löndum. AFP

Sænska tískuvörukeðjan H&M hefur lokað þremur fjórðu verslana sinna vegna kórónuveirufaraldursins en sala dróst saman um 46% í síðasta mánuði, samanborið við marsmánuð í fyrra. Þá dróst sala í Kína saman um 84% í febrúar. 

3.778 H&M-verslunum víða um heim hefur verið lokað, en alls eru 5.065 H&M-verslanir starfræktar í 54 löndum. Tugþúsundum starfsmanna hefur verið sagt upp störfum. Vert er þó að taka fram að allar verslanir H&M hér á landi eru opnar.

„Stöðuna sem við erum að upplifa nú er ekki hægt að bera saman við neitt sem við höfum gengið í gegnum áður,“ segir Helena Helmersson, framkvæmdastjóri H&M, í afkomuskýrslu fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung, en hún tók við forstjórastöðunni í upphafi árs.  

Útgöngubann er ekki í gildi í Svíþjóð, en 5.500 hafa smitast og tæplega 300 látið lífið.mbl.is

Kórónuveiran

29. maí 2020 kl. 13:30
1
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK