Heildarfjöldi farþega dróst saman um 54%

Heildarfjöldi farþega hjá Icelandair var um 123 þúsund í marsmánuði en um er að ræða 54% færri farþega en félagið flaug með til og frá landinu í mars í fyrra. Mest fækkaði tengifarþegum eða um 68%. Þá minnkaði sætaframboð Icelandair um 44%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Farþegum hjá Air Iceland Connect fækkaði einnig mikið á milli ára í marsmánuði eða um 51%. Fjöldi farþega hjá flugfélaginu var um 11 þúsund í marsmánuði þetta árið. Fraktflutningar félagsins drógust einnig saman, þó mun minna en farþegaflutningar. 

Áhersla á útflutning á fiski

„Í flutningatölum félagsins fyrir marsmánuð endurspeglast sú staða sem starfsemi Icelandair Group stendur frammi fyrir á þessum krefjandi tímum. Við höfum lagt áherslu á að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu undanfarna daga og vikur, þrátt fyrir að flugáætlun félagsins sé komin undir 10% af þeirri áætlun sem áður hafði verið gefin út,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í fréttatilkynningu.

„Það er bæði ánægjulegt og mikilvægt að við höfum náð að halda fraktflutningum gangandi en þar hefur áherslan verið á útflutning á fiski til að vernda viðkvæma markaði og innflutning á nauðsynjavörum til landsins.“

Framboð minnkaði um 44%

Farþegar Icelandair til Íslands voru um 67 þúsund í mars en voru 121 þúsund í mars í fyrra og fækkaði því um 44%. Farþegum frá Íslandi fækkaði um 48% og tengifarþegum um 68%. Heildarframboð minnkaði um 44% á milli ára. Sætanýting félagsins var 61,9% samanborið við 81,2% í mars 2019. 

Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi Air Iceland Connect drógust saman um 38% í marsmánuði.

„Á helstu flutningaleiðum hefur allt framboð verið að fullu nýtt og samdrætti í farþegaflugi verið mætt með aukaferðum af fraktvélum félagsins til Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Kórónuveiran

27. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK