Styrkja fjárhag Icelandair til lengri tíma

Icelandair.
Icelandair.

Stjórnendur Icelandair Group munu á næstu vikum leggja áherslu á að styrkja fjárhagslega stöðu félagsins til lengri tíma vegna kórónuveirunnar. Félagið hefur ráðið Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankann sem ráðgjafa til að hefja skoðun á mögulegum leiðum til að styrkja enn frekar fjárhaginn.  

„Markmiðið er að styrkja samkeppnishæfni félagsins til framtíðar með því að stuðla að sterkri fjárhagsstöðu og lægri einingakostnaði hjá félaginu þegar kemur að því að sækja fram þegar sú ógn sem nú stafar af COVID-19 faraldrinum er liðin hjá. Þetta mun tryggja að félagið komist sterkt í gegnum þessa krefjandi tíma, lágmarka áhrif á íslenska ferðaþjónustu og efnahag eins og mögulegt er, og gera félagið betur í stakk búið til að grípa þau framtíðartækifæri sem munu gefast. Stjórnendur Icelandair Group munu einnig vinna náið með íslenskum stjórnvöldum í þessu ferli,“ segir í tilkynningu frá Icelandair.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningunni að öll flugfélög heimsins standi frammi fyrir því krefjandi verkefni að styrkja rekstrargrundvöll sinn til framtíðar. „Við vitum að á einhverjum tímapunkti mun flug komast aftur í eðlilegt horf og því viljum við vera vel í stakk búin til að sækja fram og nýta þau tækifæri sem þá verða fyrir hendi. Til að ná þeirri stöðu er nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á kostnaðaruppbyggingu félagsins, styrkja fjárhagsstöðu þess og leita allra leiða til að styrkja samkeppnishæfi þess til frambúðar,“ segir hann.

Í tilkynningunni kemur fram að flugáætlun félagsins nemi nú minna en 10% af þeirri áætlun sem hafði verið gefin út fyrir þetta tímabil ársins. „Enn ríkir mikil óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum muni aukast á ný og gera stjórnendur Icelandair Group ráð fyrir því að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann. Lausafjárstaða félagsins að meðtöldum óádregnum lánalínum er enn vel yfir því viðmiði sem félagið starfar eftir en stefna þess hefur verið sú að þessi staða fari ekki undir 29 milljarða króna á núverandi gengi (200 milljónir bandaríkjadala) á hverjum tíma. Eins og tilkynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Hins vegar, ef miðað er við lágmarkstekjuflæði hjá félaginu í apríl og maí, er ljóst að lausafjárstaða félagsins muni skerðast og fara undir ofangreint viðmið.“

mbl.is

Kórónuveiran

29. maí 2020 kl. 13:30
1
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK