Opnað fyrir umsóknir um frestun gjalddaga á vef Skattsins

Skilyrði fyrir frestun er að launagreiðandi eigi við verulega rekstrarörðugleika …
Skilyrði fyrir frestun er að launagreiðandi eigi við verulega rekstrarörðugleika að stríða á árinu 2020 vegna skyndilegs og ófyrirséðs tekjufalls sem leiðir af almennum samdrætti innanlands og á heimsvísu. mbl.is/Golli

Búið er að opna fyrir umsóknir um frestun gjalddaga á þjónustusíðu Skattsins, en þar er búið að útbúa rafrænan farveg fyrir umsóknir um frestun á gjalddögum staðgreiðslu og tryggingagjalds.

Fram kemur á vef Skattsins að samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru geti launagreiðendur sótt um frest á skilum á allt að þremur greiðslum.

Þær þurfi að vera vegna afdreginnar staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingagjalds sem eru á gjalddaga frá 1. apríl til og með 1. desember 2020.

Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á þjónustusíðu Skattsins …
Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á þjónustusíðu Skattsins með rafrænum skilríkjum, veflykli staðgreiðslu eða varanlegum aðalveflykli. Hjá flestum launagreiðendum ætti að birtast kassi líkt og hér að ofan á forsíðu þjónustusíðu eftir innskráningu. Skjáskot af vef Skattsins

Heimilt er að óska eftir frestun á gjalddaga og eindaga til 15. janúar 2021 að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum.

Hér má sjá leiðbeiningar fyrir umsókn.

Skilyrði fyrir frestun er að launagreiðandi eigi við verulega rekstrarörðugleika að stríða á árinu 2020 vegna skyndilegs og ófyrirséðs tekjufalls sem leiðir af almennum samdrætti innanlands og á heimsvísu.

Nánar er fjallað um þau skilyrði sem um ræðir í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar vegna málsins, að því er segir á vef Skattsins.

Forsendan um verulega rekstrarörðugleika telst ekki uppfyllt ef arði er úthlutað eða eigin hlutir keyptir á árinu 2020 eða úttekt eigenda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra.

Þá má launagreiðandi ekki vera í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar hafi verið á eindaga 31. desember 2019 og álagðir skattar og gjöld byggist ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum, þ.m.t. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum til Skattsins sl. þrjú ár.

Sýnidæmi. Umsóknin er í tveimur þrepum. Fyrst er farið yfir …
Sýnidæmi. Umsóknin er í tveimur þrepum. Fyrst er farið yfir þau skilyrði sem eru fyrir frestun og nafn launagreiðanda birt til að forðast misskilning. Staðfesta þarf með haki í viðeigandi reit að öll skilyrði fyrir frestun séu til staðar hjá launagreiðanda. Skjáskot af vef Skattsins
mbl.is

Kórónuveiran

26. maí 2020 kl. 12:57
2
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK