Fæðuöryggi ekkert hjal

Ari Edwald.
Ari Edwald. Árni Sæberg

„Það hefur orðið viðsnúningur. Fólk áttar sig á að fæðuöryggi er ekki bara eitthvert hjal og sömuleiðis hefur orðið mikil vitundarvakning um mikilvægi hreinleika matvælanna og þar er Ísland í allra fremstu röð á heimsvísu,“ segir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Í samtali við ViðskiptaMoggann segist hann lengi hafa skynjað aukna velvild í garð landbúnaðar.

Ari rifjar upp komu Dominics Bartons, forstjóra alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey, sem sagði á 100 ára afmælisfundi Viðskiptaráðs árið 2017 að landbúnaður væri atvinnugrein framtíðarinnar.

„Ísland er vissulega harðbýlt og dýrt, veðurfar er óblítt og fjarlægðir oft miklar, en á móti kemur að við höfum marga styrkleika, gnægð af fersku vatni, gott pláss og næga orku.“

En hvað segir Ari um sjónarmið fólks sem vill óheftan innflutning á landbúnaðarvörum hingað til lands? „Þetta er bæði efnahagslegt og heilsufarslegt málefni. Umræðan hefur verið svolítið grunn um heilsufarsþáttinn. Íslendingar njóta þar góðs af ákvörðunum um fyrirkomulag mála sem teknar voru á síðustu öld.“

Minni sýklalyf og eiturefni

Ari bendir á að Íslendingar séu til dæmis ekki með sýklalyf í matvælum í sama mæli og víða annars staðar, eða eiturefni við framleiðsluna.

„Það eru sex milljarðar á ári greiddir með nautgriparækt hér á landi. Það er há tala, en ef heilbrigði hrakar erum við að tala um aðrar stærðargráður hvað kostnað varðar. Ég tel að það sé engin fásinna fyrir ríkið að fjárfesta í bættri lýðheilsu með stuðningi við vistvæna framleiðslu á landbúnaðarvörum og hvatningu til landsmanna um neyslu á hreinum íslenskum matvælum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Kórónuveiran

29. maí 2020 kl. 13:30
1
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK