Inga Steinunn nýr sölustjóri hjá Origo

Inga Steinunn Björgvinsdóttir nýr sölustjóri fyrir skýja- og öryggislausnir hjá …
Inga Steinunn Björgvinsdóttir nýr sölustjóri fyrir skýja- og öryggislausnir hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo. Ljósmynd/Aðsend

Inga Steinunn Björgvinsdóttir hefur verið ráðin sölustjóri fyrir skýja- og öryggislausnir hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo. Hlutverk Ingu verður að efla og samræma sölustarf og auka ráðgjöf til viðskiptavina.

Í tilkynningu frá Origo kemur fram að Inga Steinunn hafi undanfarin níu ár starfað sem markaðsstjóri, ráðgjafi og stundakennari hjá Promennt. Þá hefur hún sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík og verið leiðbeinandi við lokaverkefni.

Inga Steinunn útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún hafði áður lokið BA-gráðu í stjórnun með áherslu á markaðsfræði frá DeMontfort University og Niels Brock í Kaupmannahöfn árið 2004.

Hún er einn af stofnendum og fyrstu stjórnarmeðlimunum VERTOnet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni. Inga Steinunn hefur einnig verið í stjórn LLPA, sem eru alþjóðleg samtök leiðandi fræðslufyrirtækja í upplýsingatækni, frá 2015.

Inga Steinunn er gift Hjörleifi Harðarsyni sjúkraskósmiði hjá Össuri og eiga þau tvö börn. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK