Féllust hendur eftir útsendinguna

Arctic Adventures hafa siglt með ferðamenn niður Hvítá í meira …
Arctic Adventures hafa siglt með ferðamenn niður Hvítá í meira en 20 ár. Sigurður Sigmundsson
Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, birti í morgun harðorða yfirlýsingu á Facebook um aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegu áfalli af völdum faraldurs kórónuveirunnar. 

„Ég settist niður í gær og beið spenntur eftir útspili stjórnvaldi til handa fyrirtækja sem lent hafa í skakkaföllum vegna tíðnefnds Covid faraldurs. Þegar útsendingu lauk var ekki laust við að manni féllust hendur. Ekki var minnst svo mikið sem einu orði á stærstu atvinnugrein landsins. Þá atvinnugrein sem að hefur staðið að baka mesta uppgangs og kaupmáttaraukningar tímabili í sögu þjóðarinnar.
 
Arctic Adventures er eigandi Into the glacier í Langjökli.
Arctic Adventures er eigandi Into the glacier í Langjökli. Ljósmynd/Aðsend

Atvinnugrein sem skapað hefur tvö af hverjum þremur nýjum störfum á síðustu 10 árum.Þá atvinnugrein sem stendur nú frammi fyrir algjöru tekjuleysi, ekki bara í nokkrar vikur vegna tímabundinna lokana, heldur í marga mánuði, jafnvel ár. Atvinnugreinina sem að var fyrst inn í óvissuna og verður síðust út.


Ísland á mikið inni sem ferðaþjónustu land þegar yfir lýkur og krýnir topp sæti lista World Travel Oranization yfir vinsælasta ævintýraferðaþjónustu áfangastaði heims. Það er alveg ljóst í mínum huga að áhugi erlendra ferðamanna á því að heimsækja ferðamannastað sem Ísland er og verður til staðar. Stað þar sem öryggi og heilbrigði eru eins og best verður á kosið, ferðamannastað sem býður upp á einstaka víðáttu og tækifæri til að vera út af fyrir sig sé það ósk viðkomandi.

Fyrirtækið Arctic Adventures sinnti í fyrra um 550 þúsund farþegum, í 60 tegundum ferða út um allt land. Heildarfjöldi starfsmanna var, þegar mest á lét, á fjórða hundrað. Arctic Adventures hefur fjárfest gríðarlegum fjármunum í markaðs-, vöru- og hugbúnaðarþróun á síðustu árum. Árið 2019 varði Arctic Adventures til að mynda 350 milljónum króna í að auglýsa Ísland sem ferðamannastað. Ennþá í dag erum við að markaðssetja Ísland og búa í haginn til framtíðar,“ segir Styrmir í færslunni sem er opin á samfélagsmiðlinum.

Snorklferðir í Silfru njóta mikilla vinsælda.
Snorklferðir í Silfru njóta mikilla vinsælda. Arctic Adventures

Áhuginn enn til staðar

„Margir myndu halda að í miðju alþjóðlegu ferðabanni væru fáir að íhuga kaup á ferðum til Íslands. Það kæmi því kannski á óvart að á hverjum degi fáum við fleiri hundruð fyrirspurnir frá tilvonandi viðskiptavinum sem eru að velta því fyrir sér hvenær þeir geta komið og heimsótt Ísland, einstaklinga sem skiljanleg eru ekki tilbúnir að panta ferðir vegna mikillar óvissu.

Það sem af er aprílmánuði hafa 109 þúsund áhugasamir ferðamann skoðað heimasíður okkar. Þetta bendir óneitanlega til þess að það sé í raun ljós við enda ganganna, en ljósið eitt og sér er ekki nóg þangað þarf að komast. Allt tal um uppbyggingu Íslensks efnahagslífs án þess að tryggja blómlega ferðaþjónustu þegar að covid krísunni líkur, er á mannamáli, tóm tjara.

Vilji Íslendingar tryggja bestu lífskjör heims, þarf að tryggja að sú atvinnugrein sem þau lífkjör hefur skapað verði til staðar þegar yfir líkur. Við í ferðaþjónustunni köllum eftir því að þeir einstaklingar sem að nú taka hinu stóru ákvarðanir, átti sig á því hvað er í húfi fyrir heimilin í landinu, það eru jú þau sem hagnast mest þegar vel árar,“ segir Styrmir að lokum en hann er fastur erlendis.

Ég settist niður í gær og beið spenntur eftir útspili stjórnvaldi til handa fyrirtækja sem lent hafa í skakkaföllum...

Posted by Styrmir Þór Bragason on Miðvikudagur, 22. apríl 2020
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK