Krefja Sýn og stjórnendur um 3 milljarða

Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson seldu stóran hluta …
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson seldu stóran hluta eigna 365 til Vodafone, nú Sýnar, en þau viðskipti hafa dregið dilk á eftir sér.

Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg S. Pálmadóttir og 365 hf. hafa stefnt Sýn, Heiðari Guðjónssyni, forstjóra félagsins, og stjórn þess til greiðslu skaðabóta að fjárhæð þrír milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýbirtum árshlutareikningi Sýnar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins.

Kaup Sýnar á hluta af starfsemi 365 miðla hafa nú …
Kaup Sýnar á hluta af starfsemi 365 miðla hafa nú dregið mikinn dilk á eftir sér. mbl.is/Hari

Forsaga málsins er sú að Sýn hf. stefndi 365 miðlum hf., Ingibjörgu S. Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri til greiðslu skaðabóta vegna meintra brota á ákvæðum kaupsamnings um starfsemi 365 hf. og yfirlýsingu sem gefin var út í tengslum við kaupsamningsgerðina um samkeppnisbann.

Lutu meint brot gegn samkeppnisbanninu að tilteknum þáttum í starfsemi vefmiðilsins frettabladid.is.

Í kaupsamningi milli aðila var kveðið á um févíti eða dagsektir að fjárhæð 5 milljónir króna vegna brota á samkeppnisbanninu auk þess sem Ingibjörg og Jón Ásgeir skuldbundu sig persónulega til greiðslu sömu fjárhæða samkvæmt sérstakri yfirlýsingu þar um. Byggði dómkrafa Sýnar á dagsektarákvæðunum og nam 1,7 milljörðum króna auk vaxta.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti eigandi félagsins. …
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti eigandi félagsins. 365, Jón Ásgeir og Ingibjörg krefja hann ásamt félaginu og stjórn um þrjá milljarða króna. mbl.is/RAX

Í fyrrnefndum árshlutareikningi Sýnar segir að á þessum tímapunkti geti félagið ekki metið framtíðarskuldbindingar eða kröfur sem leiða af niðurstöðum málareksturs milli fyrrnefndra aðila, m.a. vegna þess að það geti tekið langan tíma að fá niðurstöðu í málin. Segir félagið að af þeim sökum hafi „engin skuldbinding eða krafa verið færð í árshlutareikning félagsins.“

Ekki kemur fram á hvaða grundvelli Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. reisa stefnu sína.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK