Mikill kippur í kortanotkun

mbl.is/Hari

Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa kórónuveirufaraldursins á umsvif í hagkerfinu tók að gæta að ráði.

Leiða má að því líkur að margir hafi frestað kaupum á vöru og þjónustu þangað til eftir að samkomubannið var rýmkað 4. maí, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Umsvif í hagkerfinu hafa tekið vel við sér á ný samhliða því sem faraldur COVID-19 hér á landi hefur rénað og samkomubann var rýmkað. Vegaumferð og kortavelta drógust mikið saman í upphafi faraldursins en greinileg vatnaskil urðu seinni hluta apríl þegar umsvif byrjuðu að aukast á ný,“ kemur fram í tilkynningunni.

Kortavelta erlendra ferðamanna er nú lítil sem engin en á móti vegur að velta Íslendinga hefur tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK