Samkaup fagna framlagi til garðyrkju

Nettó er ein verslana Samkaupa.
Nettó er ein verslana Samkaupa. mbl.is/RAX

Stjórn Samkaupa fagnar samkomulagi ríkisins við grænmetisbændur þess efnis að framlag til grænmetisbænda verði aukið um 200 milljónir á ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fjár­málaráðherra, land­búnaðarráðherra og full­trú­ar Bænda­sam­tak­anna og Sam­bands garðyrkju­bænda skrifuðu í gær und­ir sam­komu­lagið en markmiðið er að sögn að stuðla að framþróun og ný­sköp­un í garðyrkju með áherslu á aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Er stefnt að því að grænmetisræktun verði aukin um 25% fyrir árið 2023.

Stjórn Samkaupa hafði með opnu bréfi 20. mars síðastliðinn skorað á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka fjárframlög til garðyrkjubænda. Í ttilkynningunni er haft eftir Gunnari Agli Sigurðssyni, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Samkaupa, að innlend grænmetisframleiðsla sé gríðarlega mikilvæg fyrir land og þjóð. 

„Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin sé tilbúin að styðja við bakið á grænmetisbændum. Skilyrði til grænmetisræktunar á Íslandi eru góð auk þess sem hún er umhverfisvæn. Þá hefur orðið vitundarvakning um gæði íslensks grænmetis sem við sjáum meðal annars í aukinni sölu í verslunum okkar,“ segir Gunnar Egill.

Samkaup reka 61 verslun víðs vegar um landið auk netverslunar. Meðal merkja Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland og 10-11.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK