Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna

Auður Björgólfs Thor Björgólfssonar er sagður hafa dregist saman um …
Auður Björgólfs Thor Björgólfssonar er sagður hafa dregist saman um 16 milljarða króna á milli ára. mbl.is/Ásdís

Björgólfur Thor Björgólfsson er í 92. sæti yfir ríkasta fólk í Bretlandi samkvæmt lista sem fjölmiðillinn The Sunday Times birtir. Auðæfi hans eru metin á 1.563 milljónir punda, eða um 275 milljarða króna.

Björgólfur fellur um eitt sæti á listanum milli ára en eignir hans eru sagðar hafa dregist saman um 91 milljón punda eða um 16 milljarða króna á milli ára. 

Í umfjöllun Kjarnans segir að Björgólfur hafi einnig birst á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi fyrr á þessu ári en þar hafi hann verið í 1.063 sæti og farið upp um nokkur sæti á milli ára.

Efstur á listanum er Sir James Dyson sem er frægastur fyrir pokalausu ryksugurnar sem fyrirtæki hans framleiðir.

Auðæfi ríkustu manna Bretlands hafa minnkað um 54 milljarða punda vegna kórónuveirufaraldursins að því er segir í umfjöllun blaðsins. Á meðal þeirra sem tapað hafa háum fjárhæðum er fjárfestirinn Jim Ratcliffe sem hefur keypt fjölda jarða hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Freysteinn Guðmundur Jónsson: Metinn
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK