Verði að endurgreiða pakkaferðir

Í ályktun Evrópuþingsins kemur fram að vissulega sé ferðaskrifstofum heimilt …
Í ályktun Evrópuþingsins kemur fram að vissulega sé ferðaskrifstofum heimilt að bjóða viðskiptavinum inneignir vegna ferða sem aflýst hefur verið, en að eftir sem áður hafi neytendur fullan rétt á því að krefjast endurgreiðslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnum er óheimilt að veita ferðaskrifstofum heimild til þess að endurgreiða kaupendum pakkaferða með inneign fyrir ferðum sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins í stað þess að endurgreiða ferðina með peningagreiðslu.

Þetta kemur fram í ályktun Evrópuþingsins vegna fyrirspurna nokkurra Evrópusambandsríkja um hvort heimilt sé að breyta þessum reglum tímabundið.

Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins, en til stóð að danska ríkisstjórnin myndi tímabundið heimila þarlendum ferðaskrifstofum að endurgreiða ferðir í formi inneigna, ekki ósvipað því sem ríkisstjórn Íslands hyggst gera.

Í ályktun Evrópuþingsins kemur fram að vissulega sé ferðaskrifstofum heimilt að bjóða viðskiptavinum inneignir vegna ferða sem aflýst hefur verið, en að eftir sem áður hafi neytendur fullan rétt á því að krefjast endurgreiðslu. Evrópuþinginu þykir ekki ástæða til að breyta þessum reglum þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem skapast hafa í kórónuveirufaraldrinum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK