Pistlar:

26. febrúar 2020 kl. 18:29

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Minnkandi fæðingartíðni vandamál í Evrópu


Síðan árið 1967 hefur frjósemi fallið um 38% í löndum Evrópusambandsins en sambandið hefur gert úrræði við fallandi tíðni að forgangsmáli. Út um alla Evrópu eru lönd og borgir að reyna að bregðast við hraðri fólksfækkun í kjölfar ört minnkandi frjósemi. Þessi vandamál eru að banka á dyr okkar Íslendinga eins og vikið var að í pistli hér fyrir stuttu. Við eins og aðrir verðum að skoða hvað er til ráða en ójafnvægi í mannfjöldapíramídanum getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélag ef færri og færri vinnandi hendur verða að standa undir samfélaginu.

Úrræðin sem birtast eru margvísleg. Þorpið Miehikkälä í Finnlandi borgar pörum ígildi 10 þúsund Bandaríkjadala (1,3 milljónir króna) fyrir að eignast barn. Fólk í Miehikkälä fær greidda eitt þúsund dali á ári þar til barnið nær 10 ára aldri. Til að fá greiðslurnar þarf viðkomandi að búa í bænum allan tímann. Miehikkälä er lítill bær úti á landsbyggðinni og eftir stöðuga fækkun eru íbúarnir komnir niður í tvö þúsund. Þeir sem eftir eru telja nauðsynlegt að sporna við þróuninni og reyna að fá ungt fólk á barnsaldri til að setjast þar að. Ef fer sem horfir neyðist bærinn til að loka einum af skólum sínum og önnur þjónusta við bæjarbúa mun smám saman dragast saman.fæð

Hækkun fæðingarorlofs

En slíkar aðgerðir hafa einnig verið boðaðar á landsvísu í Finnlandi. Þannig hefur ný ríkisstjórn boðað að báðir foreldrar fái jafn háar greiðslur í fæðingaorlofi. Samanlagt eiga foreldrar í Finnlandi nú 14 mánaða langt fæðingarorlof.

En það er ekki eingöngu Finnland sem er að glíma við fólksfækkun. Út um alla Evrópu eru þjóðir nú að reyna að snúa við þróuninni en fæðingartíðni í Evrópu er nú komin niður í 1,6 börn á hverja konu en er 2,4 börn á konu á heimsvísu. Báðar þessar tölur bera með sér miklar breytingar en almennt er talið að það þurfi að vera 2,1 börn á hverja konu til að halda mannfjölda við. Hér á Íslandi er hlutfallið komið niður í 1,7 börn á konu eins og hefur verið rakið áður.

Miðað við þessa fæðingartíðni mun vinnandi fólki fækka um 40 milljónir á meginlandi Evrópu á næstu 50 árum. Fleiri en Finnar eru farnir að beita fjárhagsstuðning til að örva fólksfjölgun. Grísk stjórnvöld greiða hverju pari sem svarar 2.235 Bandaríkjadali með hverju barni. Skiptir þá engu hvort þeir eru grískt fæddir eða ekki. Þjóðverjar hafa þegar náð nokkrum árangri við að auka fæðingartíðni og hafa aukið hana en hún var komin niður í 1,25 barn á hverja konu árið 1994. Í dag er þetta hlutfall 1,57 barn á hverja konu í dag. Ekki mikil breyting en það munar um minna. Þetta hafa þeir gert með auknu fæðingarorlofi, lengra orlofi til feðra og aukins framboðs umönnunarheimila.

Hugsanlega eru verið að bregðast of seint við í sumum tilfellum enda má segja að ör lækkun fæðingartíðni hafi komið fleirum en Íslendingum á óvart. Ljóst er að skekkja í fæðingarpíramídanum mun til lengri tíma rýra lífskjör fólks. Það verða stjórnvöld að hafa í huga.

mynd
23. febrúar 2020

Hvernig samfélagsmiðlar breyta heiminum

Það eru tæplega tíu ár síðan Facebook náði því marki að notendur komust upp í 500 milljónir. Þá var félagið aðeins sex ára gamalt. Fyrir þremur árum fóru notendur yfir tvo milljarða og nú eru þeir taldir vera um 2,4 milljarðar. Dálagleg tala en við blasir að fjölgun þeirra verður hægari á næstunni, einfaldlega vegna þess að af 7,7 milljörðum jarðarbúa þá hafa aðeins um 3,4 milljarðar aðgang að meira
mynd
21. febrúar 2020

Vinnumarkaðurinn: Færri Íslendingar, fleiri útlendingar

Íslenskum ríkisborgurum á vinnualdri fjölgar hægt og mun fjölga enn hægar næstu árin. Eðlilega mun þessi staðreynd hafa gríðarleg áhrif á íslenskan vinnumarkað í framtíðinni. Þeir árgangar sem koma inn á vinnumarkaðinn núna eru litlu stærri en þeir sem hverfa brott vegna aldurs. Hver árgangur næstu tíu ár telur að jafnaði um 5.000 manns en þeir sem falla brott vegna aldurs eru um 4.500. meira
mynd
19. febrúar 2020

Auðmaðurinn og Washington Post

Við afhendingu Óskars-verðlaunanna, sem við Íslendingar fylgdumst með af óvenju mikilli athygli þetta árið, tóku kynnarnir og háðfuglarnir Steve Martin og Chris Rock eftir því að Jeff Bezos, auðugasti maður heims var í salnum. Þeir gátu auðvitað ekki stillt sig um að beina skotum sínum að honum og sögðu meðal annars að Bezos væri svo ríkur að þó að hann væri nýskilinn þá væri hann enn ríkasti meira
mynd
16. febrúar 2020

Álverið í Straumsvík á tímamótum?

Á síðasta ári var þess minnst að hálf öld var liðin frá því að álframleiðsla hófst á Íslandi og eðli málsins samkvæmt var um leið 50 ára afmæli álversins í Straumsvík. Þess var getið rækilega í pistlum hér á síðasta ári enda ríkti ágæt bjartsýni um framtíð áliðnaðarins. Nú eru blikur á lofti með álverið í Straumsvík en rekstrarerfiðleikar undanfarinna ára og lágt álverð hafa eðlilega áhrif. meira
mynd
15. febrúar 2020

Nýsköpunarkraftur íslensks sjávarútvegs

Það virðist heldur vanþakklátt hlutverk að fjalla um íslenskan sjávarútveg og reyna að benda á þá miklu möguleika sem í honum felast. Hin daglega umræða virðist snúast um helst um neikvæða þætti honum tengdan sem virðist vera eftirköst þeirra byggða- og samfélagsbreytinga sem urðu samfara nútímavæðingu hans og breytingu á stjórnun fiskveiða. Hér í pistlum hefur oft verið reynt að andhæfa gegn meira
mynd
13. febrúar 2020

Bandarísk blaðaútgáfa í vanda

Það er ekki margt til þess að gleðjast yfir í bandarískri blaðaútgáfu þessi misserin. Flest dagblöð eiga í verulegum rekstrarvanda, áskrifendum fækkar og auglýsingatekjur fallandi. Því er mætt með uppsögnum og versnandi þjónustu. New York Times er eitt fárra blaða sem hefur náð að andhæfa gegn þessari þróun sem virðist ætla að hafa langvarandi áhrif á blaðaútgáfu. Hér var sagt frá því fyrir meira
mynd
11. febrúar 2020

Buffett yfirgefur fjölmiðlaheiminn

Hagfræðingar geta verið ágætir sagnfræðingar en þeir eru ómögulegir að spá fyrir um hið óorðna var einu sinni haft eftir fjárfestinum Warren Buffett en sumir telja að hann sjái betur og dýpra en aðrir þegar kemur að breytingum og þróun í efnahagslífinu. Svo mjög að hann er kallaður véfréttin frá Omaha og aðdáendur hans þyrpast á aðalfund fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway Inc.’s og meira
mynd
8. febrúar 2020

Fiskeldi: Ný og áhugaverð útflutningsgrein

Fiskeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum og voru um 26 þúsund tonn eldisafurða flutt út í fyrra. Þá nam útflutningsverðmæti afurðanna um 25 milljörðum króna sem er hvorki meira né minna en 89,4% aukning frá 2018. Fiskeldi hefur verið að festa rætur hér á landi eftir brösugar tilraunir í fortíðinni. Þarna er að verða til ný og áhugaverð útflutningsgrein sem getur, ef rétt er haldið á meira
mynd
4. febrúar 2020

Merkileg nálgun í Sundabrautarmálinu

Ný tillaga til lausnar á þeirri pattstöðu sem nú er uppi í Sundabrautarmálinu kom fram í grein eftir þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Þórarinn Hjaltason í Morgunblaðinu í gær. Vilhjálmur er fyrrverandi borgarstjóri og Þórarinn er umferðarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræðingur í Kópavogi. Það er eðlilegt að leggja við hlustir þegar menn með þeirra reynslu koma að málum en hér á þessum meira
mynd
2. febrúar 2020

Nauðsynlegt að efla Reykjavíkurflugvöll

Reykjavíkurflugvöllur var gerður að umræðuefni í pistli hér fyrir skömmu. Jarðhræringar á Reykjanesinu kallar á nýja sýn í flugöryggismálum hér á landi og þá sérstaklega á suðvesturhorninu. Ljóst er að öll áform um að leggja Reykjavíkurflugvöll af hljóta að vera sett á ís og málið skoðað rækilega upp á nýtt. Nú gæti einhver freistast til þess að spyrja: Er ekki búið að rannsaka það nóg og meira
mynd
31. janúar 2020

Kína: Af kolunum skulið þið þekkja þá

Einn galli við bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, er að hann fjallar lítið sem ekkert um áhrif Kínverja á umhverfismál. Í raun tekur það broddinn úr umfjölluninni þar sem öllum er ljóst að engin ein þjóð hefur í dag meiri áhrif á loftslagsbreytingar og flest bendir til þess að þau áhrif munu aukast verulega næstu árin. Kínverjar nota í dag mesta orku á heimsvísu og það sem verra er meira
mynd
28. janúar 2020

Öryggisbrestir: Reykjavíkurflugvöllur og Sundabraut

Undanfarið höfum við verið minnt rækilega á hve náttúruöflin geta verið varasöm. Fyrst með snjóflóði á varnargarðanna við Flateyri og nú síðast með landrisi við Grindavík. Báðir þessir atburðir sýna mikilvægi þess að sýna fyrirhyggjusemi við skipulag mannvirkja og tryggja að innviðir landsins séu rétt uppbyggðir þannig að flóttaleiðir séu tryggðar, öryggis sé gætt og að unnt sé að grípa til meira
mynd
27. janúar 2020

Þegar Svíar lögðu af ofurskatta

Sumt er fyrirsjáanlegt í umræðunni. Credit Suisse gefur út árlega skýrslu um auðsæld á heimsvísu og nokkrum dögum seinna koma samtökin Oxfam með sína skýrslu um vaxandi ójöfnuð í heiminum. Þessar skýrslur lýsa oft ólíkum veruleika en ef marka má Oxfam hefur ójöfnuður verið að aukast á heimsvísu nokkurn veginn linnulaust síðan samtökin hófu mælingar sínar. Viðbrögðin eru nokkuð fyrirsjáanleg meira
mynd
24. janúar 2020

Stórasti þjóðgarður í heimi

Svo virðist að ein helsta röksemd umhverfis- og auðlindaráðherra þegar kemur að nýjum hálendisþjóðgarði sé sú að hann verði stærsti þjóðgarður Evrópu, gott ef ekki „stórasti“ þjóðgarður í heimi. Þessi vísun í stærð virðist hugsuð út frá markaðssetningu hans gagnvart umheiminum í framtíðinni. Af þessu mætti halda að þjóðgarðurinn sé fremur hugsaðu með landkynningu í huga en þarfir meira
mynd
23. janúar 2020

Stöðugleiki, kyrrstaða eða afturför?

Þegar rýnt var í áramótaávörp og þau svör og viðbrögð sem birtust um stöðu efnahagsmála er erfitt að átta sig á ástandi mála í hagkerfinu núna. - Sem endranær myndi einhver segja. Við blasir að margt er varðar stærri myndina (macro-efnahagsmál á vondri íslensku) er í ágætu lagi en síður það er tengist smærri myndinni (micro-efnahagsmál á jafn vondri íslensku!) Hvað er átt við? Jú, staða meira
mynd
20. janúar 2020

Ekkert banaslys varð til sjós við Ísland

Ekkert banaslys varð til sjós við Ísland í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem enginn ferst við störf um borð í íslensku fiskiskipi. Síðasta banaslys til sjós varð árið 2016, þegar tveir menn fórust. Ég hef bent á þetta nokkuð ítarlega í pistlum hér en það var fyrst árið 2008 sem enginn sjómaður lést við störf til sjós hér við land. Það vakti furðu litla athygli en þessi ánægjulegu tíðindi meira
mynd
19. janúar 2020

Ástríða umhverfisráðherrans

Í málfarshorni Morgunblaðsins í gær mátti lesa að líf mannsins skiptist í fjögur æviskeið. Á því fyrsta trúir þú á jólasveininn; á öðru skeiðinu ertu hættur að trúa á jólasveininn; á því þriðja ertu jólasveinninn og á því fjórða ertu alveg eins og jólasveinninn! Erfitt er að sjá með áreiðanlegum hætti á hvaða æviskeiði núverandi umhverfisráðherra er margt bendir til þess að hann sé á þriðja meira
mynd
15. janúar 2020

Að sækja gull í greipar Ægis

Í umræðu um sjávarútveg hefur undanfarið verið mikið vitnað til þróunarinnar síðustu áratugi og þá oft hlaupið hratt yfir sögu og mikilvægra þátta ekki getið. Til að gera langa sögu stutta má benda að aflakvóta í botnfiski var fyrst úthlutað árið 1983 en áður hafði síldin verið kvótasett. Sóknarmark var frá 1978 til 1983 en kvóti var settur á með lögum árið 1983 og kom til framkvæmda 1984. Þá var meira
mynd
13. janúar 2020

Tesla er verðmætasta bílamerkið

Athafnamaðurinn Elon Musk hefur nokkrum sinnum verið til umræðu hér í pistlum enda einstaklega litríkur og kraftmikill maður. Hann er í raun ekki einhamur og tengist nú mörgum stórum verkefnum sem geta haft veruleg áhrif á líf almennings um allan heim. Undanfarið hefur hann verið í fréttum á viðskiptalegum forsendum og einni persónulegum. Hvað það síðarnefnda varðar þá mun hann eiga von á barni meira