Pistlar:

27. maí 2020 kl. 15:29

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Stærðin og hagkvæmnin

Allir vilja hlúa að fíngerðari gangverkum atvinnulífsins og reyndar mannlífsins alls ef svo stendur á. Við viljum sjá sprotana þrífast en hryllir svo við stórfyrirtækjunum sem upp af þeim vaxa. Litlum fyrirtækjum er hampað af öllum en stórfyrirtækin fordæmd. Samt er það svo að stærðin og hagkvæmnin eru hluti af sama peningi. Þetta birtist ekki aðeins í atvinnulífinu, við sjáum það í menningu og listum og jafnvel fjölmiðlum. Af hverju þarf að vera Þjóðleikhús? Mætti ekki allt eins setja þá milljarða sem í rekstur þess fara í minni og áhugaverðari einingar? Að því sama mætti spyrja þegar rekstur Ríkisútvarpsins er skoðaður. Er sú eining ekki dæmigerð fyrir drottnunarstöðu stórfyrirtækis sem vill svo til að er í eigu ríkisins og kostað af skattgreiðendum að stórum hluta. Já, öll nef landsins verða að láta sitt af hendi til þess að Ríkisútvarpið hafi afl og styrk til þess að reka sig eins og hinir raunverulegu eigendur þess, starfsmennirnir, vilja.

Fyrir stuttu sá ég greindarlega menn á samfélagsmiðlum bölsóttast yfir tómstundabændum í sauðfjárrækt. Gott ef þessir snillingar voru ekki úr Skagafirðinum en þeir töldu að tómstundarekstur spillti fyrir alvöru sauðfjárbændum. Nú er það vitað að sauðfjárrækt er ekki beinlínis að skila miklum arði til þeirra sem leggja hana fyrir sig og til að styðja við greinina fá þeir er hana stunda beingreiðslur úr ríkissjóði. Til að einhver hagnaðarvon væri í greininni þyrfti að stækka búin verulega, fjárfesta í tækjum og búnaði og þannig ná fram hagkvæmni stærðarinnar. Vilja menn fara þá leið eða halda áfram leið tómstundabænda og beingreiðslna?

Fjárfestingar kalla á stækkun

Sama má segja um mjólkurbúskapinn. Mjólkurbú landsins hafa löngum verið of lítil og smá til að skila mikilli arðsemi. Segja má að ný tækni hafi þar knúið búin til að stækka þar sem kostnaður við mjólkurþjóna (róbóta) og aðra þjarka í greininni er verulegur. Er nú svo komið að menn sjá að einingar sem eru að minnsta kosti tvisvar til þrisvar sinnum stærri en gömlu fjölskyldubúin eru einu einingarnar sem geta rekið sig. Jafnvel þurfa búin að stækka enn meira, helst að framleiða vel yfir eina milljón mjólkurlítra á ári til að geta skilað eigendum sinni arði og tekjur upp í fjárfestingar. Ef þessi leið verður farin er þess ekki langs að bíða að íslenskur landbúnaður verði aðeins rekin af stórbúum. Minnumst þess að það er ekki langt síðan sauðfjárrækt og mjólkurbúskapur voru kvótasett. Kvótin var framseljanlegur (og erfanlegur) þannig að hægt var að leita hagræðingar vildu menn fara út úr greininni.

Þegar rekstur þeirra sem rækta hvítt kjöt, svín og kjúklinga, er skoðaður sést að búin verða alltaf að verða stærri og stærri. Það er eina leiðin til þess að geta látið neytendum í té hagkvæma vöru þegar þeir óska eftir henni. Svipuð sjónarmið gilda í grænmetisræktun. Þegar grannt er skoðað er allur þessi búskapur að leita hagkvæmni stærðarinnar, að hluta til með tilstyrk ríkisvaldsins en háar greiðslur renna til landbúnaðar á hverju ári. Íslenskar landbúnaðarvörur eru hreinar og góðar en við getum ekki sagt að neytendur njóti hagkvæmni stærðarinnar nema að takmörkuðu leyti meðal annars af því að við höfum haft skilning á því að landbúnaður hér á Íslandi getur ekki verið samkeppnishæfur við stórbúskap umheimsins. En önnur lögmál gilda í sjávarútvegi, þar erum við einmitt að reyna að keppa við umheiminn með okkar góðu vörur.fiskur

Stærð og hakvæmni í sjávarútvegi

Flestir þeir stjórnmálaflokkar sem vilja breyta rekstri landbúnaðar, til þess að neytendur geti notið lægra matvælaverðs, fordæma stærðarhagkvæmni sem hefur orðið til af sjálfu sér í sjávarútvegi. Þegar ég segi sjálfu sér, þá er verið að vísa til þess að sjávarútvegurinn nýtur engra styrkja, þvert á móti þarf hann einn atvinnugreina að greiða há gjöld til samfélagsins í formi auðlindaskatts og annarra tilfallandi gjalda.

Vissulega eru forsendur að sumu leyti ólíkar í sjávarútvegi. Þar hefur orðið að takmarka aðgengi að fiskimiðum landsins til að vernda hina náttúrulegu auðlind. Til þess að ná þessu fram var sett upp aflamarkskerfi (kvóti) og síðan má segja að stöðugt hafi verið unnið að lagaumbótum til að auka og bæta skilvirkni íslensks sjávarútvegs. Löggjafinn hefur samþykkt þetta á öllum stigum enda vita menn innst inni að án hagkvæmni í sjávarútvegi munu almennileg lífskjör ekki þrífast á Íslandi. En nú bregður svo við að það er barist gegn samþættingu og hagræðingu stærðarinnar í sjávarútvegi, sem meðal annars er knúin áfram að mikilli fjárfestingaþörf sem gerir það að verkum að hvergi er meiri framleiðni hér á landi en einmitt í sjávarútvegi. Allt í einu vilja menn hverfa aftur í tíma þegar litlir og hættulegir bátar stunduðu útgerð og reglulega varð að rétta stöðu hans af með gengisfellingum eða sértækum aðgerðum. Undir þessum skoðunum er róið með margvíslegum fullyrðingum sem fá ekki staðist. Það er því brýnt að skoða þessa sögu alla í samhengi áður en menn steypa undan sjálfum sér og spilla samkeppnisstöðu sjávarútvegsins.

mynd
25. maí 2020

Einkaframtakið á leið út í geim!

Nú í vikunni verða þau tímamót í geimferðum að SpaceX, fyrirtæki bandaríska frumkvöðulsins Elon Musk, mun fara með bandaríska geimfara til Alþjóðlegu geimferðarstöðvarinnar. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 2011 að bandarískum geimförum er skotið á loft frá Bandaríkjunum og þetta verður í fyrsta sinn sem einkarekið geimferðarfyrirtæki flýgur með geimfara á braut umhverfis jörðu. Þetta eru því meira
mynd
23. maí 2020

Forsendur auðsöfnunar

Þegar saga 19. aldarinnar á Íslandi er skoðuð í gegnum ævisögur þeirra sem settu svip sinn á öldina sést glögglega að rómantíkin náði ekki eingöngu til skáldskaparins. Lífið sjálft var klætt rómantískum hugmyndum sem mótuðust af umhverfi og sögu þessara helstu söguhetja 19. aldar Íslandssögu. Þetta birtist ágætlega í ævisögu Jónasar Hallgrímssonar og í baráttu hans og félaga hans í meira
mynd
21. maí 2020

Milljarður til framtíðar

Það er vonandi að sá milljarður króna sem ríkisstjórnin ætlar að verja í framtíðina ávaxtist vel. Í gær kynntu talsmenn stjórnarinnar að hún hefði ákveðið að verja umræddri fjárhæð, fram til ársins 2023, til að styðja við rannsóknir og nýsköpun á samfélagslegum áskorunum. Þetta verður gert í í gegnum áætlun sem ber nafnið, „Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar.“ Þarna meira
mynd
19. maí 2020

Var hlutabótaleiðin gildra?

Var hlutabótaleiðin gildra? Og ef svo er, féllu þá stjórnendur flestra þeirra fyrirtækja sem nýttu hana í gildruna? Það er undarlegt að horfa á umræðu liðinna daga um hlutabótaleiðina sem mjög var lofuð fyrir rúmum tveimur mánuðum, á þeim tíma þegar ráðamenn vonuðu að COVID-19 faraldurinn myndi ganga yfir á til þess að gera stuttum tíma. Á þeim tíma var augljóst að fullkomið tekjufall gat knúið meira
mynd
17. maí 2020

Skattar og álögur á fiskeldi

Vöxtur fiskeldis hér við land er ánægjuleg þróun fyrir land sem þarf að auka fjölbreytni útflutningsgreina sinna. Fiskeldi er einhver heppilegasta leið sem hægt er að finna til að búa til hollan mat fyrir hungraðan heim. Eins og var rakið hér í grein fyrir stuttu hefur fiskeldi risið upp á skömmum tíma, meðal annars vegna erlends áhættufjármagns og við Íslendingar höfum ekki þurft að kosta meira
mynd
13. maí 2020

Icelandair - flaggskip í vanda

Margir vona eðlilega að unnt verði að bjarga Icelandair frá falli en í síðasta pistli var gerð tilraun til að varpa ljósi á stöðu félagsins. Í framhaldi þessa hefur pistlahöfundur lent í áhugaverðum samtölum um framtíðarmöguleika Icelandair og hve raunhæft er að ráðast í slíkan björgunarleiðangur. Fyrst hljóta menn að staldra við hver eigi að standa að slíkri björgun? Erfitt er að sjá að meira
mynd
11. maí 2020

Raunveruleikinn í 20 þúsund feta hæð

Markaðsvirði Icelandair er núna 1/20 þess sem það var þegar best lét. Þetta flaggskip íslenskrar ferðaþjónustu, flugfélag allra landsmanna og stolt Íslendinga í flugheiminum berst nú fyrir lífi sínu. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þær sársaukafullu aðgerðir sem félagið hefur þurft að grípa til undanfarnar vikur en búið er að segja upp stærstum hluta starfsmanna. Félagið berst nú fyrir lífi sínu meira
mynd
9. maí 2020

Fiskeldi - nýjasta útflutningsgreinin

Ef fólki væri sögð sú saga að hér hefði á til þess að gera skömmum tíma orðið til atvinnugrein sem skapaði tugmilljarðakróna útflutningsverðmæti án nokkurrar aðstoðar skattgreiðenda myndu líklega flestir fagna því. Ekki nóg með það því á sama tíma hefur þessi grein skapað talsverðan uppgang á þeim atvinnusvæðum landsins sem áttu mest undir högg að sækja. Þessi nýja grein skapar störf á breiðu meira
mynd
5. maí 2020

Karl Marx 202 ára og enn að

Í dag eru 202 ár síðan Karl Marx fæddist og þó margir hafi viljað kasta hugmyndakerfi hans á öskuhauga sögunnar rís það alltaf upp aftur og hertekur umræðuna með einum eða öðrum hætti. Eðlilega er því vinsælt að velta fyrir sér hvar áhrifa hans gætir helst og á 200 ára afmæli hans reyndi pistlahöfundur að setja hann í samhengi við söguna. Jú, vissulega er ekki hægt að fjalla um hugmyndasöguna meira
mynd
2. maí 2020

Lokaslagur íslenskra fjölmiðla?

Það er ekkert nýtt að rekstarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Saga þeirra ber það með sér þó líklega hefi keyrt um þverbak síðasta áratug eða svo. Það gerðist í kjölfar þess að fjölmiðlarnir nutu mikils uppgangs í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Árin á undan fjölguðu blöðin útgáfudögum og þau belgdust út í síðufjölda. Dagblöðum fjölgaði og djarfhuga menn voru óhræddir við að reyna nýja meira
mynd
27. apríl 2020

Sjúkdómur í rénun en hagkerfi í molum

Geta áhrif og afleiðingar kórónuveirunnar sagt okkur eitthvað til um hagfræðileg álitaefni? Það getur verið erfitt að sjá en það kemur ekki í veg fyrir að margir telja faraldurinn renna stoðum undir það sem þeir alltaf vissu, að þessi eða hin kenningin væri rétt eða röng. Að því leyti má segja að faraldurinn styrki menn í trúnni þó rökin sé að mestu þau sömu og áður en hann kom til sögunnar. meira
mynd
25. apríl 2020

Atvinnulífið og við hin

Allmargir hafa gert það að umræðuefni með hvaða hætti fréttamaður Ríkissjónvarpsins spurði forstjóra Icelandair í hádegisfréttum fyrir viku síðan, þann 17. apríl, þegar staða félagsins var til umræðu. Þá var verið að fjalla um fyrirhugað hlutabréfaútboð félagsins. Í fréttinni var greint frá því að forsenda útboðsins væri sú að viðræður við stéttarfélög Icelandair skiluðu árangri og var þar vitnað meira
mynd
23. apríl 2020

Hlýðin þjóð í vanda

Mörgum verður tíðrætt um að við lifum fordæmalausa tíma um leið og þeir benda á að þeir krefjist nýrrar hugsunar og nýrra vinnubragða. Endurskoða verði líf og gildismat landsmanna og gott ef ekki heimsins alls. Þetta sjáum við í leiðurum fjölmiðlanna og skoðanapistlum eins og þessum. Flestir sem orða slíka hugsun telja þó, við nánari skoðun, að ástandið nú á tímum faraldursins falli að talsverðu meira
mynd
21. apríl 2020

Í heimi hinna dökku sviðsmynda

Almennt séð færa ferðalög okkur ánægju og lífsreynslu sem lyftir flestum okkar. Heimurinn hefur skroppið saman síðustu áratugi og í dag er það ekkert tiltökumál að ferðast heimshornanna á milli. Í ágætri ævisögu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar er því lýst hvernig efnilegustu piltar landsins gátu látið sig dreyma um ferðalag til náms og frama. Á því var þó sá hængur að til þess þurftu þeir að meira
mynd
19. apríl 2020

Nifteindasprengja á hagkerfið

Engin leið er að segja til um hve djúp kreppan verður sem nú ríður yfir efnahag landsins og heimsins. Því miður er það svo að hver ný spá er verri en sú síðasta. Um leið er að verða augljósara að væntingar um skjótan efnahagsbata munu ekki ganga eftir. Þeir sem vonuðu að niðursveiflan yrði í formi V-ferils eru búnir að leggja þær vonir á hilluna og horfa nú á aðrar myndlíkingar. Óli Björn Kárason meira
mynd
15. apríl 2020

Ótrúleg sala á Teslu

Það er merkilegt að sjá nýja tækni og nýtt vörumerki taka jafn afgerandi yfir eldri og rótgróin markað eins og birtist í sölu Teslu rafmagnsbílsins hér á landi það sem af er ári. Vitaskuld mótast salan af því mikla stoppi sem hér hefur orðið vegna COVID-19 faraldursins en það sem af er þessu ári hafa 433 bifreiðar af Teslure verið nýskráðar hér á landi eins og kom fram í Morgunblaðinu í meira
mynd
13. apríl 2020

Ríkisstyrkt ofveiði

Árið 2015 undirrituðu leiðtogar heimsins langan lista af metnaðarfullum markmiðum sem áttu að leiða til sjálfbærni á sem flestum stigum. Þar á meðal í sjávarútvegi og eitt mikilvægasta framlag til þess var að draga úr stuðning við veiðar sem byggðu á rányrkju. Með öðrum orðum, hætt skyldi að styrkja sjávarútveg sem stuðlaði að ofveiði. Samningamönnum hjá World Trade Organisation (WTO) var sagt að meira
mynd
11. apríl 2020

Kreppur allra landa sameinast!

Ómögulegt er að meta efnahagslegar afleiðingar COVID-19 faraldursins hér á landi en þó er ljóst að þær verða alvarlegri og langvinnari en gert var ráð fyrir eins og bent var á hér í pistli fyrir skömmu. Orð sóttvarnarlæknis á upplýsingafundinum í dag sýna að viðbúnaður vegna veirunnar verður áfram um ófyrirséðan tíma. Augljóslega er erfitt að meta stærð og varanleika kreppunnar sem nú gengur meira
mynd
9. apríl 2020

Mistök WHO og heimsfaraldurinn

Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir setur nýjar og erfiðar áskoranir á öll samfélög heims, leiðtoga þeirra og ekki síður samstarfsvettvangi eins og alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök. Ef einhver ein stofnun þarf að fást við heimsfaraldur eins og COVID-19 þá er það Alþjóðaheilbrigðistofnunin WHO. Stofnunin og stjórnendur hennar sitja nú undir margvíslegum ásökunum rétt eins og leiðtogar meira